Slæmur ritháttur á fyrirsögn

Mér finnst alveg út í hött að á eins virtum og góðum fréttavef eins og mbl.is komi stundum svona arfaslakar fyrirsagnir. Að skrifa Essemmess í frétt finnst mér allaveganna alveg út í hött.

Hefði frekar átt að nota orðið smáskilaboð, þ.e. "Smáskilaboðin komu til baka og ollu bilun". "Sms-in" hefði líka gengið en orðið smáskilaboð hefði hentað best. 

 


mbl.is Essemmessin komu til baka og ollu bilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála þessu en samt sem áður....

....finnst mér einkennilegt að bara sé minnst á að þar sé hægt að sjá fáklæddar konur og finnst að þetta ætti að heyra undir eitthvað annað en Jafnréttisstofu. Hef reyndar ekki orðið var við þetta en held að það sé alveg pottþétt að það sé hægt að finna fáklædda karla á eitthvað af þessum myndum líka. Oft talað um að klám sé niðurlæging á konum, er það þá ekki niðurlæging á körlum líka?

...ég bara spyr. 

En svo það sé á hreinu þá er ég almennt sammála þessu...rosalega mikið af börnum sem fara á Leikjanet og það þyrfti að passa upp á þetta. 


mbl.is Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi heima hjá þér eða...?

Já, ég ákvað að stofna Moggablogg til þess að geta nöldrað yfir fréttum eins og þessari. Veit ekki hvort ég muni blogga alfarið hérna og hætta á bloggar.is... það verður bara að koma í ljós

En allaveganna. Yfir í þessa frétt um að öryggisráð Feministafélagsins hafi kært Visa fyrir að taka þátt í dreifingu kláms með því einu að leyfa fólki að borga fyrir það með kortunum sínum!  Ég stoppaði nú bara strax í byrjuninni á fréttinni þegar ég sá að það væri eitthvað "öryggisráð" í Feministafélaginu. Það á sennilega eftir að gera góða hluti, gætu jafnvel náð að afstýra nýju köldu stríði með þessu áframhaldi!

Mér finnst það gjörsamlega óþolandi þegar svona öfgar koma upp og sérstaklega þegar það er verið að gera einhverja svona vitleysu og reyna að flokka það undir jafnréttisbaráttu eða eitthvað þess háttar. Svo myndi ég nú ekki segja að klám hefði neitt með jafnrétti að gera.... þar eru karlar jafnt sem konur og það er einnig framleitt fyrir bæði karla og konur, samkynhneygða jafnt sem gagnkynhneigða. Auk þess er erfitt að skilgreina hvaða klám sé á beinan hátt ólöglegt og hvað ekki, það er t.d. engan veginn hægt að fullyrða að klám eigi alltaf samleið með vændi og mannsali. Klám er ólöglegt en erótískt myndefni ekki. Það eru afskpaplega erfitt að átta sig á mörkunum

Það eru því ekki einungis eitt  vafaatriði í þessari kæru heldur tvö. Í fyrsta lagi er virkilega tæpt að tengja Visa við ólöglegar athafnir einungis með því að gera fólki kleift að borga fyrir þær og í öðru lagi er erfitt að skilgreina hvort um ólöglegar athafnir sé um að ræða.

 

Þetta öryggisráð segjist byggja á lagagreinum sem segja að sá sem er þátttakandi í glæp sé jafn sekur og sá sem fremur glæpinn. Finnst ansi gróft að segja að Visa sé þátttakandi í þeim glæpum sem hugsanlega eiga sér stað. Hvað með fólk sem hefur keypt vörur sem framleiddar eru af stórfyrirtækjum sem borga einhverjum öðrum aðilum í Kína fyrir framleiðsluna og sá aðili er með fólk í þrælahaldi eða borgar því allt of lág laun fyrir vinnuna. Erum við, kaupendurnir þá sjálfkrafa orðnir þáttakendur í glæpnum?

 

Ég tel mig vera jafnréttissinnaðan mann og ég spyr því, af hverju einbeitir Femínistafélagið sér ekki að því að takast á við alvöru vandamál í þjóðfélaginu því ég dreg það ekkert í efa að það sé ýmislegt tengt jafnréttismálum hér á landi sem er ekki nægilega gott.

 

En nóg af pirringi í bili. Ég held að ég sé búinn að ákveða hvaða lag ég tek á Barkanum. Margt sem kom til greina en ákvað á endanum þar sem þetta er nú síðasti skiptið sem ég tek þátt í Barkanum og svona að  hafa bara gaman að þessu og rokka þetta aðeins upp frá síðustu árum og taka "Feeling good" í útgáfu Muse. Verður spennandi að sjá hvernig það á eftir að ganga Smile

 


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hafthorarinsson

Höfundur

Hafþór Þórarinsson
Hafþór Þórarinsson
Er á 4. ári í ME. Helstu áhugamál eru íþróttir og tónlist. Spila á hljómborð og pínu á gítar og hef gaman af því að syngja. Stefni á að fara í tónlistarlýðháskólann "Den Rytmiske Højskole" eftir að ég lýk stúdentsprófi næsta vor.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband